Grínhópurinn VHS skoðar íslenska menningu og sögu í tilefni fullveldisdagsins.

Kristnihald undir jökli er fyrsta kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur gerð eftir samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness. Hún fjallar um "Umba", umboðsmann biskups, sem er sendur til að heimsækja séra Jón Prímus á Snæfellsnesi vegna kvartana sem borist hafa vegna hans.

Á annan veg er lágstemmd og mannleg kómedía með dramatískum undirtón. Myndin gerist á ótilgreindum fjallvegum á 9. áratugnum og fjallar um tvo starfsmenn Vegagerðarinnar sem vinna við að mála merkingar á malbikaða vegi, slá niður tréstikur í vegkanta, fylla í holur og annað tilheyrandi. Sá eldri og reyndari, Finnbogi, hefur verið beðinn um að gera fjölskyldu kærustu sinnar greiða og útvega Fredda, yngri bróður hennar, starf hjá Vegagerðinni. Taka hann með sér út á land yfir sumarið og gera mann úr honum. Í myndinni er sambandi þessara ólíku, nánast andstæðu, persóna fylgt eftir í eyðilegu og hrjóstrugu fjalllendi.

Í takt við tímann greinir að mestu frá sömu persónum og komu fram í kvikmyndinni Með allt á hreinu, nema hvað nú eru þær persónur 22 árum eldri. Stuðmenn eru í upphafi myndar aðeins lítið tríó á hótelbar á Spáni, en vita líka að Ísland er land tækifæranna, þar sem nýsköpunarverkefnin bjóðast hvert sem litið er.